Um mig

Æviágrip

Magnús Ágúst Magnússon er íslenskur tölvunarstærðfræðingur, forritari, skáld, og draumhugi. Hann er sonur Magnúsar J. Magnússonar, skólastjóra barnaskólans á Eyrarbakka og stokkseyri , og Ágústu Baldursdóttur matráðs. Magnús er fæddur árið 1995 í Reykjavík, en aldist upp á Höfn í Hornafirði þar til hann fluttist með foreldrum sínum til Árborgar 2011. Þar stundaði hann nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og var þar meðal annars virkur meðlimur ritstjórnar nemendafélags skólans, tók þátt í Morfís, og útskrifaðist af náttúrufræðibraut haustið 2014. Hann lagði stund á nám við Háskólann í Reykjavík og öðlaðist BSc gráðu í tölvunarstærðfræði vorið 2018. Magnús gekk í kvæðamannafélagið Iðunn vorið 2018. Magnús býr sem stendur í Hafnarfirði með kærustu sinni og tveim köttum.

Mannlýsing

Magnús er fjölbreyttur bæði í starfi og áhugamálum. Hann er þögull en skilvirkur, vinnur vel að sínum verkefnum, er vinur allra sem það kjósa og sér gott í öllum og öllu. Magnús er rólegur, þolinmóður, umburðarlyndur og lætur lítið á sig fá óháð álagi. Magnús hefur ríka þjónustulund og hefur mikin metnað fyrir því starfi sem hann vinnur í þágu annarra. Hann er velyrtur, fjöllesinn, og á auðvelt með að koma hugsunum sínum í orð þó þau kunni að verða full mörg á stundum. Magnús kann að vera sveimhuga, festa áhuga sinn á oft handahófskenndum en fjölbreyttum hlutum, og hefur mjög frjótt ímyndunarafl. skop og kímni sækja auðveldlega á Magnús og sér hann ávallt eitthvað broslegt við umhverfi sitt. Vopnaður fimmaurabröndurum gerir hann það sem hann getur til að skemmta bæði sjálfum sér sem og þeim sem í kringum hann eru og lífga ögn upp á þurru stundirnar í lífinu.

Hæfnisvið

Magnús er menntaður Tölvunarstærðfræðingur, og hefur alla tilgreinda þekkingu sem gráðunni fylgir. Hann hefur mikla reynslu á víðu sviði forritunarmála. Þar má nefna starfsreynsla af Python, HTML, Javascript, Jquery, CSS, MySql, og Postgresql. Einnig má telja talsverða þekkingu á Java, Bash, Prolog, C++ og C#. Þar að auki hefur hann talsverða áhugamannareynslu á leikjavélunum Unity og GameMaker, ásamt þekkingu á algengum kóðaritlum eins og Visual Studio, Code::blocks, Eclipse, og notepad++.

Magnús hefur afburðavald á íslenskri tungu og er ásamt því einnig reiprennandi í ensku.

Magnús hefur mikla óformlega reynslu af ritvinnslu og hefur góða þekkingu af algengum ritlum, t.d Office hugbúnaðarlínunni, Libreoffice, LaTeX , og svipuðum hugbúnaði.

Magnús hefur reynslu af þjónustustörfum, og hefur hjálpað til m.a á matvagni, og vann tvö sumur á Leifsstöð í farþegaþjónustu ISAVIA yfir háannatímann.

Áhugasvið

Magnús hefur mjög fjölbreytt áhugamál sem flest þó tengjast sköpun á einhvern hátt. Magnús hefur fyrst og fremst áhuga á forritun og tækni, og hefur gaman að því að skapa sér verkefni til að skerpa hæfileika sína. Helstu áhugaverkefni hans í forritun eru sköpun lítilla tölvuleikja, ýmis handahófskennd örforrit til að auka þekkingu sína á einhverju sviði, tilraunastarfsemi, og fleira í þeim dúr. Þó flest þessara verkefna hyljast djúpt á harða diski tölvunar Heimdalls þá komast sum á Git aðgang Magnúsar. Magnús hefur einnig ástúð á íslenskri tungu og bókmenntum. Magnús yrkir mikið, og þá helst hefðbundin ljóð sem hann notar sem óeiginlega leið til að umorða og endurspegla hugsanir sínar fyrir sjálfum sér. Ásamt því eru einnig talsvert af smásögum skrifaðar af honum. Magnús er orðsmiður og er ákafur fylgjandi hreintungustefnunnar. Magnús er skapandi og drífandi og ásamt ofangreindum áhugamálum hefur hann einnig un af tölvuleikjum, málar (þó sem stendur eintómar klessumyndir), bakar mikið, tekur ljósmyndir (og þá helst af blómum í návígi, t.d þá sem er í bakgrunni mmagnusson.net), og eins og áður hefur verið nefnt fær tímabundnar dellur fyrir hinu og þessu. Magnús hefur það að markmiði að reyna hvert áhugavert áhugamál sem fyrir honum verður í það minnsta einu sinni.